Lítill veitingastaður - Lýsing

Um er að ræða þekkt og vinsælt consept og veitingastað sem er 6 ára gamall.

Varlega áætlað eru 80% af viðskiptavinunum fastagestir – margir til margra ára – og því er fyrst og fremst að þakka áherslu á persónulega og góðri þjónustu og sanngjörn verð á mat. Þéttur hópur iðnaðarmanna sækir staðinn á virkum dögum.

Staðurinn er fyrst og fremst veitingastaður. Á matseðlinum er sitt lítið af hverju og eitthvað fyrir alla, sérhæfing í glúteinlausu hamborgarabrauði og sósum og ýmsum vegan réttum. Staðurinn er auk þess þekktur fyrir bestu vöfflur í bænum og eðal góða kaffidrykki.

Hér um bil allar sósur eru gerðar á staðnum eftir eigin uppskriftum.
Fullt vínveitingaleyfi er til staðar og byggir sala á áfengum drykkjum fyrst og fremst á bjór í gleri á góðu verði. Leiða má líkum að því að á stærri stað myndi bjór á dælu seljast vel.

Í núverandi rekstri er meðleigjandi en það fyrirtæki er óháð veitingarekstrinum og fylgir ekki með. Kaupandi gæti hæglega bætt þessum rekstri við þann núverandi.

Facebook síða með rúmlega 6000 fylgjendur og heimasíða eru auðfundnar á netinu og á heimasíðunni má sjá matseðilinn.
Fyrirtækið er í grunninn gamalgróið fjölskyldufyrirtæki og myndi t.d. henta samhentri fjölskyldu.

Möguleikarnir eru ýmsir, hægt er að kaupa conseptið og flytja það í annað húsnæði, hægt er að kaupa conseptið og leigja núverandi húsnæði eða hægt er að leigja bæði conseptið og húsnæðið.

Núverandi eigandi er til í að hjálpa leigutaka/kaupanda að koma sér í gírinn í rekstrinum hvort sem heldur er, gegn sanngjörnum launum.

Tilboð óskast

Senda fyrirspurn

Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Loading...

Fréttir, fróðleikur og ný fyrirtæki til sölu

FRÉTTABRÉF