Verslun með íslensk reiðtygi og heimasíður með tekjum - Lýsing
Heimasíðurnar.
Bókunarsíðurnar eru 2:
www.tophorses.is sem hefur verið að selja í hestaferðir síðastliðin 8 ár, bæði
dagsferðir, styttri ferðir og einnig lengri ferðir, í samstarfi við fjölda hestaleiga um
allt land, beintengd við bókunarvél, með greiðslugátt hjá valitor.
Þessi síða hefur verið að selja fyrir á milli 12.000.000 l 20.000.000 milljónir á ári.
www.arcticwhales.is er bókunarsíða í hvalaskoðanir, fuglaskoðun og sjóstöng um
allt land, hefur verið að selja fyrir flest allar hvalaskoðunarferðirnar um allt land
undanfarin 5 ár, salan hefur verið á bilinu 4 – 7 milljónir á ári, þetta er nánast
sjálfvirk síða, lítið þurft að svara fyrirspurnum, yfirleitt bókar fólk bara beint í
ferðirnar.
Hestavörur
www.tophorses.shop er sölusíða fyrir hestavörur sem hefur verið í þó nokkurn
tíma í undirbúningi, fyrst og fremst hefur verið leytast við að finna aðila sem getur
framleitt vörur fyrir íslenska markaðinn á sanngjörnu verði. Farið var í samstarf við
aðila sem hefur verið að framleiða svipaðar vörur á mjög svo hagstæðu verði og er
hér um að ræða hágæða vöru.
Framleiðslan er samkvæmt hönnun eiganda og þarf ekki að panta mikið magn í
einu, sem er einkar hagstætt, og kemur milliliðalaust beint frá framleiðanda og
gerir það þea einkar áhugavert .
Hugmyndin er að vera með hagstæða sölu sem væri netverslun sem í grunninn
þjónustaði samstarfsaðila á heimasíðunni með flest allt varðandi hestavörur er
þeir þurfa á að halda fyrir sinn rekstur.
10.000 fylgjendur á facebook síðu Tophorses vítt og breytt um
heiminn, mikið hefur verið kostað í markaðssetningu undanfarin ár, bæði bæklingar,
auglýsingar á samfélagsmiðlum, ásamt leitarvélum, og mun þetta allt nýtast er
faraldrinum linnir.
Verðhugmynd fyrir allan pakkan er eftirfarandi og skipst þannig.
Tophorses bókunarsíða : 2,000,000 kr
Arccwhales bókunarsíða : 1,000,000 kr
Tophorses.shop netverslun : 1,000,000 kr
Lager af hestavörum : 1,000,000 kr
Viðskiptavild : 2,000,000 kr
Samtals : 7,000,000 kr
7.000.000 kr.
Fréttir, fróðleikur og ný fyrirtæki til sölu