Verðmat
Verð er samkvæmt tilboði eða í tímavinnu, miðað við umfang verkefnisins.
Um er að ræða eftirtalda verkþætti sem eru unnir í nánu samstarfi við verkkaupa með hliðsjón af þeim gögnum sem verkkaupi afhendir verksala
Gerð verðmats...
- Á fyrirtæki verkkaupa samkvæmt viðurkenndum aðferðum virðisgreiningar.
- Á fyrirtæki (jum) samkeppnisaðila samkvæ.mt viðurkenndum aðferðum virðisgreiningar.
Í lok verðmats á að liggja fyrir staða verkkaupa í samanburði við stöðu samkeppnisaðila á markaði.
Gerð er samantekt um niðurstöður og tillögur gerðar um leiðir til að bæta stöðu og vermæti félags verkkaupa.
Tekin akvörðun um framhald.
Eftir að ofangreindum verkefnum er lokið hefur verkkaupi í höndum verðmætar upplýsingar til að byggja má vel upplýsta ákvörðun um hvað best sér að gera í framhaldinu:. Er best að halda áfram óbreyttum rekstri, selja félagið eins og það er, byggja fyrirtækið upp innanfrá, fá fjárfesta inn í reksturinn, stækka með að kaupa rekstur eða sameinast öðrum rekstri, eða er hagstæðast að selja eftir breytingar samkvæmt einhverju af framansögðu.