Skip to content

Kompaní fyrirtækjasala

Óskar Thorberg Traustason, MBA Rekstrarhagfræðingur og löggiltur fasteigna-fyrirtækja- og skipasali

Fyrirtækjaráðgjöf

​Veitum smáum og meðalstórum fyrirtækjum margvíslega þjónustu:
Fjárhagsleg endurskipulagning

Rekstrarráðgjöf

Rekstrargreining

Verðmat fyrirtækja og eininga

Fjármálastjórn

Kostnaðargreining

Úttekt á birgðaskráningu og framlegð

Rekstrarstjórn

Bókhaldsráðgjöf

Aðlögun fyrirtækja

Aðstoðum við aðlögun fyrirtækja fyrir sölu
Flest lítil og meðalstór fyrirtæki eru rekin árum saman með það að markmiði að greiða sem lægsta skatta. Þetta hefur í för með sér að fjárhagslegar upplýsingar sem koma fram á ársreikningum gefa ekki rétta mynd af styrk rekstursins. Sumt er hægt að laga með því að gera leiðréttingu á Ebitda og eigin fé, en önnur atriði geta tekið lengri tíma að koma fram í verðmati, allt frá mánuðum upp í 1-3 rekstrarár. Unnið er með stjórnendum í að rækta fyrirtækið upp fyrir sölu. Í byrjun er gerð rekstargreining á fyrirtækinu og fundnir þættir í rekstri, fjármálum og/eða bókhaldi sem hafa áhrif á verðmyndun við sölu. Í framhaldi er unnið að því að bæta þá þætti sem hafa áhrif til hækkunar og taka út eða lagfæra þá þætti sem hafa áhrif til lækkunar

Aðstoðum við aðlögun fyrirtækja eftir sölu

Sem löggiltur fyrirtækjasali getur ábyrgðaraðili boðið að stofnaður sé vörslureikningur að baki hverjum viðskiptum. Vörslureikningur er háður ströngu eftirliti og er viðskiptabanki skyldur til að koma á framfæri upplýsingum til eftirlitsaðila. Með þessu fæst trygging fyrir kaupanda um að allt uppgjör sem tilgreint er um í kaupsamning hafi farið fram áður en lokauppgjör og lokagreiðsla fer fram.

Dæmi:

Keypt er fyrirtæki með ógreiddum sköttum að áætluðu verðmæti 500.000. Kaupverð fyrirtækis er 15 miljónir. Greiðslufyrirkomulag er þannig að 13 miljónir greiðast við samning en 2 miljónir greiðast eftir allt að 4 mánuði, eftir að lokið er greiðslum á ógreiddum sköttum. Samkvæmt framlögðum gögnum nema greiðslur vegna skattaskulda samtals 730.000 með sektum og dráttarvöxtum. Eftirstöðvar 1.270.000 greiðast þá til seljanda.

Eldri verkefni

Höfum komið að sölu, endurskipulagi og ráðgjöf eftirtaldra fyrirtækja