Skip to content

Fyrirtæki til sölu

 

Ferðaþjónusta ónýtt tap

Kennitala sem tilheyrir félagi sem var í ferðaþjónustu. Með kennitölunni fylgir ónýtt tap rúmar 10,5 miljónir króna.  
 

Vantar þig tekjur

Kerfi sem er hannað fyrir fatamarkað, þar sem til sölu er notaður fatnaður fyrir börn sem fullorðna. Hægt er að kaupa aðgang að kerfinu eða kerfið allt. Heimasíðan er um leið netverslun, þar sem hvert eintak af klæðnaði kemur fyrir.  Þetta einfaldar og auðveldar aðilum að versla án þess að þurfa að koma á staðinn, þó svo það sé nauðsynlegt í einstökum tilfellum.
 

Flottar aukatekjur

Netverslun sem væri fín viðbót. Meðalframlegt 5900 krónur.
 

Athugaðu kaupendalistann

Í viku hverri fæ ég reglulega fyrirspurnir frá aðilum sem eru að leita að tilteknum fyrirtækjum hjá mér sem ég hef ekki á skrá þessa stundina.  Þetta er allt aktívir kaupendur. Skoðaðu hvað þessir aðilar eru að leyta að með því að fara í „Kaupendalista“.  
 

Vantar þig tekjur!!

Í einkasölu er fjölskyldurekstur á Suðurnesjum sem gefur góða tekjumöguleika
 

Fín innkoma fyrir 1-2 aðila. Flott til að auka veltu.

  12.01.2021  Komið er bindandi tilboð sem hefur verið samþykkt. Vörur, aðallega sælgæti, sem dreift er í stórmarkaði, og í söluturna. Velta hefur aukist í Covid ástandinu og er nú um 59 miljónir án vsk, (utan jólaveltu) Mikil tækifæri til að vaxa ca 12 miljónir á ári.  Þetta er velta sem núverandi eigandi sinnti vel fyrir 2 árum síðan og félagið á inni fyrir nýjan, ungan (yngri!) og sprækan eiganda. Flott tækifæri til eigin atvinnurekstrar og prýðis afkoma fyrir 1-2 aðila.
 

Fyrirtæki í heild eða hluta

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir mikla afkomu. Innflutningur á granít legsteinum og fylgihlutum.  Legsteinar eru unnir frekar með að grafa letur og myndir á granítsteininn.  Til viðbótar eru aukahlutir festir á legsteinana, svo sem luktir, auk þess sem auka granít er oft keypt. Legsteinar eru síðan settir upp á viðkomandi fyrirfram ákveðinn stað.   Þessu til viðbótar er aukin þjónusta fólginn í að gera upp eldri legsteina, svo sem endurmálun í stafi og eða viðbætur. Allur nauðsynlegur tækjakostur, svo sem tölvur, tæki til leturgerðar, svo og bílar eru innifaldir. Með félaginu koma svo pantanir sem eru fyrirframgreiddar að hluta og verk í vinnslu, sem eftir er að fullvinna áður en legsteina og fylgihlutum er komið fyrir á legstað og reikningur útbúinn.          
 

Upplagt fyrir einn eða hjón.

Aðili býður heildverslun, 100% eignarhlutur, á tilboðsverðinu 10.000.000 með öllu. Velta 2019 samtals 15,8 miljónir Velta 1.1-31.10.2020 12 miljónir. Kaupendum býðst að taka yfir 6 miljónir við kaupin og því þarf að koma fram með 4 miljónir! Fínt byrjunartækifæri sem síðan má bæta við. Hafðu samband og athugaðu hvort þetta tilboð geti hentað þér.      
 
Aðili leitar að áhugasömum aðila til að kaupa og reka veitingahús/gistiheimili sem staðsett er í einstöku viðskiptaumhverfi við hringveginn.  Hér gæti verið gott tækifæri fyrir réttan aðila.
 

Sala eða SKIPTI

Kirkjubraut 9 í miðbæ Akraness. Heimilt er að byggja allt að 300 m2 íbúðarhús á tveimur hæðum með risi.  Mynd úr „ja.is“  https://ja.is/kort/?x=354412&y=408930&q=Kirkjubraut%207%2C%20170%20Seltjarnarnesi&ja360=1&nz=16.00&page=1&jh=151.8  
 

Fínar (auka)tekjur

fyrir einn/tvo eða sem viðbót við annan rekstur

  • Skráð velta 21 m.
  • Laun og hagnaður eiganda um 45% af skráðri veltu
  • Önnur hlunnindi eiganda (valkvætt: óskráð í bókhaldi)
  • Tæki búnaður er meira en helmingur af ásettu verði
  • Kjörið fyrir 1-2. Engrar fagþekkingar krafist.
 

Hestavörur og heimasíður

Bókunarsíðurnar eru 2: www.tophorses.is sem hefur verið að selja í hestaferðir síðastliðin 8 ár, bæði dagsferðir, styttri ferðir og einnig lengri ferðir, í samstarfi við fjölda hestaleiga um allt land, beintengd við bókunarvél, með greiðslugátt hjá valitor. Þessi síða hefur verið að selja fyrir á milli 12.000.000 l 20.000.000 milljónir á ári. www.arcticwhales.is er bókunarsíða í hvalaskoðanir, fuglaskoðun og sjóstöng um allt land, hefur verið að selja fyrir flest allar hvalaskoðunarferðirnar um allt land undanfarin 5 ár, salan hefur verið á bilinu 4 – 7 milljónir á ári, þetta er nánast sjálfvirk síða, lítið þurft að svara fyrirspurnum, yfirleitt bókar fólk bara beint í ferðirnar. Hestavörur www.tophorses.shop er sölusíða fyrir hestavörur sem hefur verið í þó nokkurn tíma í undirbúningi, fyrst og fremst hefur verið leytast við að finna aðila sem getur framleitt vörur fyrir íslenska markaðinn á sanngjörnu verði. Farið var í samstarf við aðila sem hefur verið að framleiða svipaðar vörur á mjög svo hagstæðu verði og er hér um að ræða hágæða vöru.
 

Nýskráning fyrirtækis

Skráðu fyrirtækið þitt til sölu hjá Kompaní fyrirtækjasölu

Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Veldu flokk eða flokka sem passa við starfsemi félagsins
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Hakaðu við þær þjónustur sem þú vilt nýta þér
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Hlaða inn mynd eða logo
Field is required!