BrewDog Reykjavík 101 - Lýsing

Um okkur – Handverksbar í hjarta Reykjavíkur

Við erum glæsilegur og líflegur handverksbjórbar og veitingastaður Í Reykjavík þar sem hjarta borgarinnar slær hvað sterkast.

Með ástríðu fyrir handverksbjór og frábærum mat leggjum við okkur fram við að bjóða gestum okkar það allra besta úr íslenskri og alþjóðlegri bruggsenu. Hér mætast vönduð hráefni, skapandi matargerð og úrval af einstökum bjórtegundum í hlýlegu og afslöppuðu umhverfi.

Einstök upplifun fyrir alla.

Við erum stolt af því að hafa verið valin Besti handverksbarinn í Reykjavík samkvæmt tímaritinu Best of Reykjavik 2020 frá Reykjavík Grapevine.

En það er ekki allt – við fengum einnig viðurkenninguna Travelers' Choice 2020 frá Tripadvisor, þar sem skoðanir, umsagnir og stjörnugjöf ferðalanga um allan heim skiptu sköpum.

Komdu og upplifðu hvað gerir okkur að einum af vinsælustu stöðunum í Reykjavík – hvort sem þú ert í leit að spennandi bjór, góðum mat eða einfaldlega frábæru andrúmslofti.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Magnússon í síma 8211000 eða gudlaugur@kompani.is

Um okkur – Handverksbar í hjarta Reykjavíkur

BrewDog Reykjavík er staðsett á fjölförnu horni Frakkastígs og Hverfisgötu.

 Staðurinn opnaði síðla sumars árið 2018 í glæsilegri nýbyggingu á gömlum grunni. Unnið var eftir forskrift BrewDog international varðandi inrréttingar og hönnun.

Rekstarfélagið hafði aflað sér sérleyfis á Íslandi og vann í nánu sambandi við opnunarteymi BD í Skotlandi.

 Mikið er um sérsmíði í harðviði og stáli. Glæsilegur langur bar í aðalsal með kæliklefa að baki þar sem allur bjór er á lager og rennur beint af krana.

Bólstraðir bekkir í veitingasal með massivum harðviðar borðum. Í aðalsal er rými fyrir um 85 gesti. Gott hljóðkerfi frá Luxor. Gólfhiti er í öllum staðnum. Ásamt fullkomnu loftræstikerfi með inn og útblæstri.

Í kjallara er salur fyrir 25 gesti sem hægt er að leigja út sér fyrir viðburði og fundi.Þar er sér hljóðkerfi og flatskjár. 

Þar er einnig starfsmanna aðstaða, þvottahús og ræstilager. WC eru staðsett í kjallara en wc með hjólastóla aðgengi á jarðhæð.

 Eldhús er vel útbúið tækjum frá Fastus. Walk in kæliklefi, reykofn,gufuofn, kæli og frystiborð,2 faldur djúpsteikinga pottur, 2 föld panna, 2 föld eldavél. Undirborðs og húdd uppþvottavél. Ásamt miklu magni af leirtau og smátækjum. 

 Fyrir framan eldhús er nýuppsett innrétting með skúffum og skápum.

Staðurinn hefur haldið svipuðum vinsældum allan rekstrartímann en gengið í gegnum hæðir og lægðir eins og gengur í þessum bransa.

Covid tímabilið fór ekki vel með reksturinn og voru tekin lán sem hafa tekið sinn toll. Breytingar hafa orðið á eigendahópnum og afmarkast hann í dag við 3 hluthafa.

Nýtt rekstarfélag heldur utan um reksturinn í dag og er það til sölu ásamt skammtímaskuldum, leigusamning og skuldbindingum.

Staðurinn og staðsetningin bjóða upp á mikla möguleika. Ekki er sjálfgefið að reka staðinn undir sama vörumerki. Stíla má meira inná öðruvísi matargerð, annaðhvort meira fine dining, fast food og eða street food.

Einnig varðandi barinn, þá er einfald að breyta um áherslur þar. Fara meira inná vín, kokteila og léttari bjóra.

Með litlum tilkostnaði má breyta staðnum algjörlega í annað concept

ATH: staðsetning staðarins er á einni vinsælustu gönguleið ferðamanna, frá Hallgrímskirkju og að Sólfarinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Magnússon í síma 8211000 eða gudlaugur@kompani.is

75.000.000 kr.

Senda fyrirspurn

Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Loading...

Fréttir, fróðleikur og ný fyrirtæki til sölu

FRÉTTABRÉF