IÐA Zimsen Verslun og bókakaffi. - Lýsing
Til sölu er hið glæsilega og flott rekna Bóka og kaffihús. Verslunarfélagið IÐA var stofnað af Arndísi B. Sigurgeirsdóttur og Báru Kristinsdóttur árið 2004 og eru þær 100% eigendur að félaginu.
IÐA Zimsen, var stofnuð 2012 að Vesturgötu 2a (fyrir ofan Fiskifélagið) í gamla Jens Zimsen húsinu sem stóð í Hafnarstræti 21 og dregur nafn sitt af versluninni Jens Zimsen. Þetta er án efa eitt fallegasta verslunarhúsnæðið í Reykjavík, rúmlega 200 ára gamalt, sem var gert upp af Minjavernd.
Fyrir utan kaffihúsið sjálft eru það bækur sem gera IÐU Zimsen kósí en umgjörðin býður í raun upp á að geta framstillt hvaða vöruflokkum sem er.
IÐA Zimsen er vettvangur mannfunda, stefnumóta, listaverkasýninga, tónleika og viðburða í miðbænum. Hljómburður er með miklum ágætum og húsið hefur verið vinsælt til upplestrar af rithöfunum og órafmögnuðum hljómssveitum. Í kjallara hússins er Fiskifélagið og á hæðinni fyrir ofan IÐU er tölvufyrirtæki. Sambúðin við bæði þessi félög hefur alltaf reynst mjög vel og fyrirtækin veita stuðning hvort öðru.
Stóra IÐA var seld í lok ársins 2016
Litla IÐA, IÐA Zimsen, var stofnuð 2012 að Vesturgötu 2a (fyrir ofan Fiskifélagið) í gamla Jens Zimsen húsinu sem stóð í Hafnarstræti 21 og dregur nafn sitt af versluninni Jens Zimsen. Þetta er án efa eitt fallegasta verslunarhúsnæðið í Reykjavík, rúmlega 200 ára gamalt, sem var gert upp af Minjavernd.
IÐA Zimsen var rekin samhliða stóru IÐU í 4 ár og náði á þeim tíma að stimpla sig vel inn sem litla IÐA, hlýleg og lítil útgáfa af svo til sama „consepti“. Öllum líður vel í IÐU Zimsen, í þessu gamla húsi innan um bækurnar.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Magnússon gudlaugur@kompani.is eða í síma 8211000.
IÐAzimsen
verslun og bókakaffi.
35.000.000 kr.
Fréttir, fróðleikur og ný fyrirtæki til sölu