Gjafavara, Blóm, Skartgripir, Húð og baðvörur - Lýsing
Verslunin Model er fjölskyldufyrirtæki sem á sér sögu aftur til ársins 1992, reksturinn verður því 33 ára í september nk.Í dag eru í versluninni seld blóm, skartgripir, búsáhöld, gjafavara og raftæki frá Heimilistækjum auk þess sem hún er þjónustuaðili fyrir Vodafone. Á þessum tæplega 33 árum hefur verslunin tekið margvíslegum breytingum bæði er varðar húsnæði og vöruúrval sem hefur verið í stöðugri þróun í takt við eftirspurn og aðstæður.
Verslunin er í dag staðsett að Þjóðbraut 1 á svokölluðum Dalbrautarreit sem er miðsvæðis á Akranesi. Síðustu ár hefur byggst upp mikið af íbúðarhúsnæði auk þjónustu á reitnum og í kring um hann og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Akranes er ört stækkandi bæjarfélag, mátulega stutt frá Reykjavík og því tækifæri til sóknar á hverju strái.
Allur lager og innbú fylgir:
Tölvur,Kassakerfi,Skrifborð,prentarar,uppþvottavél,blómakælir manngengur skjalaskápur og allar innrettingar sem á staðnum er.
Allar upplýsingar veitir Guðlaugur Magnússon gudlaugur@kompani.is eða í síma 8211000
Tilboð óskast
Fréttir, fróðleikur og ný fyrirtæki til sölu