Netverslun útflutningur - Lýsing

Íslensk netverslun sem býður upp á fjölbreytt úrval af íslenskum vörum og
býður upp á heimsendingar til viðskiptavina sinn um allan heim í gegnum DHL og Póstinn.
Reksturinn er með sterku sjóðstreymi þar sem allar pantanir eru fyrirframgreiddar ásamt sendingarkostnaði í gegnum Teya eða Paypal. Allur virðisaukaskattur er endurgreiddur af vörum
sem keyptar eru á Íslandi til útflutnings. Á þessu ári hefur salan aukist um 11% og hlutfall viðskiptavina sem snúa aftur til að kaupa hefur aukist um 23%. Framlegð er góð og velta hefurverið að aukast jafnt og þétt.

Verkferli
Verkferlið við sölu og afhendingu hefur verið straumlínulagað og sjálfvirknivætt að mestu til að minnka áhættu, einfalda reksturinn og til að ná fram aukinni framlegð og þægindum.

 

 

Ferlið frá pöntun til afhendingar má lýsa í einföldum sjö skrefum:
1. Pöntun fer fram í gegnum vefsíðuna. Mjög fjölbreytt úrval af vörum er í boði þar sem verð, myndir og þyngdir hafa verið skráðar á allt.
2. Síðan er beintengd við flutningskerfi hjá DHL og Íslandspósti sem reiknar út sendingakostnað sendingar um leið og gengið er frá körfu.
3. Sending er greidd í gegnum öruggar greiðslugáttir frá Teya eða Paypal og skilar peningurinn sér á íslenskan reikning eiganda á innan við eins virks dags.
4. Sending er skráð beint á innranet hjá völdu sendingarfyrirtæki og þar er hún tilbúin til afgreiðslu
5. Hægt er að taka út pöntunarlista út úr kerfinu fyrir margar pantanir í einu og verslað er inn eftir þeim.
6. Notað er innra net sendinga fyrirtækja til að prenta út flutningsnótur sem eru límdar inn á sendingar. Rakningar númer er skráð sjálfkrafa á pöntun og send á viðskiptavin.
7. Salan er bókuð sjálfkrafa í bókhaldskerfið Payday.
Pakkningar er pantaðar á netinu hjá DHL eða Íslandspósti og heimsendar. Þegar pantanir hafa verið afgreiddar er hægt að panta bíl frá DHL og Íslandspósti til að sækja þær samdægurs.

10.000.000 kr.

Senda fyrirspurn

Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Field is required!
Loading...

Fréttir, fróðleikur og ný fyrirtæki til sölu

FRÉTTABRÉF